Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. mars 2017

Ábyrg ferðaþjónusta í forgrunni á stærstu ferðasýningu í heimi

Ábyrg ferðaþjónusta í forgrunni á stærstu ferðasýningu í heimi
Stærsta fag- og ferðasýning í heimi ITB fer fram þessa dagana í Berlín. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku 29 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í sýningunni en um 100 Íslendingar eru á svæðinu.

Stærsta fag- og ferðasýning í heimi ITB fer fram þessa dagana í Berlín. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku 29 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í sýningunni en um 100 Íslendingar eru á svæðinu. Sýningin er haldin árlega en hana heimsækja að jafnaði um 200.000 manns. Meðal sýnenda á íslenska básnum eru ferðaskrifstofur, hótel, afþreyingar­fyrirtæki og flugfélög. Unnið er að markmiðum í íslenskri ferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á að hvetja ferðamenn og erlenda ferðaheildsala til þess að kynna sér ferðaþjónustu um allt land allt, árið um kring með ábyrgð og öryggi að leiðarljósi. Allt markaðsstarf á vegum Íslandsstofu er undir merkjum Inspired by Iceland.

Íslenska sýningarsvæðið á ITB er afar vel sótt og hefur vakið mikla eftirtekt. Aldrei hafa jafnmörg íslensk fyrirtæki tekið þátt á bás Íslandsstofu en básinn er á sameiginlegu sýningarsvæði allra Norðurlandanna.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni

 

Deila