Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. nóvember 2017

Áherslur Íslands vekja athygli

Áherslur Íslands vekja athygli
Ferðakaupstefnan World Travel Market fer fram dagana 6. - 8. nóvember í London. Í ár taka 22 fyrirtæki þátt á Íslandsbásnum.

Ferðakaupstefnan World Travel Market fer fram dagana 6. - 8. nóvember í London. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands á sýningunni. Í ár taka 22 fyrirtæki þátt á Íslandsbásnum og Íslendingar á staðnum eru í kringum 70 talsins. Meðal sýnenda á íslenska básnum eru ferðaskrifstofur, hótel, afþreyingar­fyrirtæki og flugfélög. Mikill áhugi er á Íslandi en sýningin er ein sú mikilvægasta fyrir íslenska ferðaþjónustu. Um eða yfir 50.000 fagaðilar sækja sýninguna heim á hverju ári og í ár er búist við álíka þátttöku.

Svo virðist sem áhugi á Íslandi fari síður en svo minnkandi enda stöðugur straumur fólks héðan og þaðan úr heiminum sem sækir Íslandsbásinn heim. Mikill áhugi er á þeim straumum og stefnum sem íslensk ferðaþjónusta hefur verið að marka síðastliðin misseri með áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu, dreifingu ferðamanna, Ísland sem heilsársáfangastað og ábyrga ferðahegðun. Nýjustu markaðsáherslur hafa greinilega náð til margra og fólk er forvitið að vita þýðingu hinna ýmsu orða í kjölfar nýja áfanga Inspired by Iceland, A-Ö of Iceland, sem kynntur var nú á haustmánuðum.

Deila