Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. mars 2016

Áhugakönnun á viðskiptasendinefnd til Írans

Áhugakönnun á viðskiptasendinefnd til Írans
Þar sem felldar hafa verið niður viðskiptahindranir gagnvart Íran hefur Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, ákveðið að skoða möguleika á viðskiptasendinefnd til Írans. Markmiðið er að kanna viðskiptaumhverfi landsins og möguleika íslenskra fyrirtækja á að stofna til viðskipta þar.

Þar sem felldar hafa verið niður viðskiptahindranir gagnvart Íran hefur Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, ákveðið að skoða möguleika á viðskiptasendinefnd til Írans. Markmiðið er að kanna viðskiptaumhverfi landsins og möguleika íslenskra fyrirtækja á að stofna til viðskipta þar.

Íran er annað stærsta land Mið-Austurlanda og 17. fjölmennasta ríki heims með yfir 78 milljón íbúa. Auk þess er landið eitt elsta menningarsvæði í heiminum. Nú hefur landið verið opnað fyrir alþjóðaviðskiptum á ný og er mikil þörf á uppbygginu á innviðum þess.

Í fyrirhugaðri sendinefnd verður lögð áhersla á eftirfarandi atvinnugreinar:

  • Lyfjaiðnað
  • Þjónustu og tæknilausnir við fjármála- og bankastarfsemi
  • Jarðhitavinnslu og orkudreifingu
  • Tæknilausnir í sjávarútvegi

Ekki liggur enn fyrir nákvæm tímasetning en stefnt er að fyrri hluta september 2016. Ferðin er háð því að næg þátttaka náist. 

Umsjón með verkefninu hefur Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Deila