Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. júní 2013

Áhugavert erindi um franska markaðinn

Áhugavert erindi um franska markaðinn
Föstudaginn 7. júní stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um franska markaðinn fyrir sjávarafurðir. Fundurinn fór fram í Víkinni sjóminjasafni og var ágætlega sóttur af fulltrúum framleiðenda, sölufyrirtækja o.fl.

Föstudaginn 7. júní stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um franska markaðinn fyrir sjávarafurðir.  Fundurinn fór fram í Víkinni sjóminjasafni og var ágætlega sóttur af fulltrúum framleiðenda, sölufyrirtækja o.fl.

Í erindi Marie Christine kom fram að stöðugleiki einkennir franska markaðinn. Um 90% af þeim sjávarafurðum sem eru á markaðnum eru innfluttar en hlutfall Íslendinga á markaðnum er um 5% þegar horft er til verðmæti innflutnings. Þá eru Íslendingar stærstir á Frakklandsmarkaðnum þegar kemur að ferskum þorskflökum.

Þá kom einnig fram að engin áberandi íslensk vörumerki eru á markaðnum en almennt má segja um franska markaðinn að þar séu mjög fá sterk vörumerki fyrir sjávarafurðir. Franskir neytendur eru einnig mjög ómeðvitaðir um hvaðan fiskurinn sem þeir borða á uppruna sinn. Margir telja fiskinn vera frá Frakklandi en einnig nefna margir Noreg.

Deila