Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. janúar 2013

Áhugi á Íslandi í St. Pétursborg

Áhugi á Íslandi í St. Pétursborg
Í liðinni viku gekkst Íslandsstofa fyrir Íslandskynningu og vinnustofu í St.Pétursborg til að vekja áhuga rússneskra ferðsaöluaðila á Íslandi. Var þetta þriðja árið í röð sem slíkar kynningar eru haldnar og heppnuðust þær afar vel.

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í liðinni viku gekkst Íslandsstofa fyrir Íslandskynningu og vinnustofu í St. Pétursborg  til að vekja áhuga rússneskra ferðasöluaðila á Íslandi. Var þetta þriðja árið í röð sem slíkar kynningar eru haldnar og heppnuðust þær afar vel.

Íslandskynningin var vel sótt, um 150 gestir mættu á svæðið. Þar tóku fulltrúar 23 íslenskra fyrirtækja vel á móti gestum og fræddu þá um það helsta sem erlendum ferðalöngum stendur til boða á Íslandi í dag.

Nú í sumar verður í fyrsta skipti boðið upp á beint áætlunarflug milli Íslands og St. Pétursborgar og kynntu fulltrúar frá Icelandair þessa þjónustu sérstaklega. Einnig fræddu fulltrúar frá sendiráði Íslands í Moskvu viðstadda um reglur varðandi vegabréfsáritanir og tengd málefni sem vert er að vita. 

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru Flugfélag Íslands, Arctic Adventures, Bláa lónið, Elding,  Bændaferðir, Ferðaskrifstofa Íslands, Gray Line Excursions, Hertz bílaleiga, Iceland Travel, Icelandair,  Icelandair Hótel, Íshestar, Keahótel,  Lax-á, Luxury Adventure, Mountaineers of Iceland, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Norðurflug, Kynnisferðir, Markaðsstofa Suðurlands, True Iceland og Unique Iceland. 

Kynningar sem þessar eru afar mikilvægar til að koma á tengslum milli fyrirtækja og opna fyrir milliliðalaus samskipti.


 

Deila