Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. nóvember 2016

Áhugi Breta á Íslandi aldrei verið meiri

Áhugi Breta á Íslandi aldrei verið meiri
World Travel Market fer fram dagana 7. - 9. nóvember. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands á sýningunni.

World Travel Market fer fram dagana 7. - 9. nóvember í London. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands á sýningunni. 23 fyrirtæki eru á Íslandsbásnum og þátttakendur yfir 60 manns. Mikill áhugi er á Íslandi en sýningin er ein sú mikilvægasta fyrir íslenska ferðaþjónustu. Um yfir 50.000 fagaðilar sækja hana á hverju ári og í ár má búast við meti.

Á hverju ári eru gerðar rannsóknir á vegum World Travel Market á ferðahegðun Breta og er ánægjulegt að sjá að vinsældir Íslands hafa aldrei verið meiri. Samkvæmt World travel market 2016 Industry report er Ísland vinsælasti áfangastaður Breta fyrir 2017, en aðrir áfangastaðir eru Kúba, Kína og Indland. Samkvæmt skýrslunni eru 39% Breta áhugasamir um ferðalög til Íslands. Mikil áhersla er lög á ábyrga ferðahegðun og er Ísland talið standa framarlega á þeim vettvangi og er þá sérstaklega litið til herferða eins og Iceland Academy. Frekari upplýsingar um skýrsluna

Frekar upplýsingar veitir Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina, ragnheidur@islandsstofa.is

Deila