Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. mars 2019

Ánægja á árlegri sjávarútvegssýningu í Boston

Ánægja á árlegri sjávarútvegssýningu í Boston
Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra aðila í sjávarútvegssýningunum í Boston dagana 17. – 19. mars sl., í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

Á sýningunum Seafood Expo North America og Seafood Processing North America gafst framleiðendum og útflytjendum sjávarafurða gott tækifæri til að koma á nýjum viðskiptasamböndum sem og rækta önnur eldri. Fjöldi gesta sem mætir á sýningarnar tvær telur um 22.000 manns og kemur að stærstum hluta frá Norður-Ameríku, eða 70% frá Bandaríkjunum og um 10% frá Kanada.  

Sýningarnar í ár tókust vel í alla staði og voru sýnendur ánægðir með þátttökuna. Viðburðirnir eru m.a. ætlaðir fyrirtækjum í vinnslu sjávarafuðra, framleiðslu á tækni- og tækjabúnaði sem og þeim sem sinna þjónustu við sjávarútveginn.

Fyrirtækin sem tóku þátt í íslenska þjóðarbásnum í ár voru fjórtán talsins: Arnarlax, HB Grandi, Ice-Co Foods, Iceland Seafood, Matorka, Menja, Nora Seafood, Novo Food, Ora/Iceland´s Finest, Skaginn 3X, Valka, Wise, Eimskip og Iceland Responsible Fisheries. Auk þess tóku nokkur íslensk fyrirtæki þátt á eigin vegum.


Deila