Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. apríl 2012

Ársskýrsla Íslandsstofu 2011 komin út

Ársskýrsla Íslandsstofu 2011 komin út
Um 170 manns sóttu aðalfund Íslandsstofu á Grand hóteli. Fundurinn tókst vel til og var gerður góður rómur af framsögu David Gardner, ritstjóra alþjóðamála hjá Financial Times um þrautseigju smærri þjóða.

Um 170 manns sóttu aðalfund Íslandsstofu á Grand hóteli í morgun.

Fundurinn tókst vel til og góður rómur var gerður af framsögu David Gardner, ritstjóra alþjóðamála hjá Financial Times um þrautseigju smærri þjóða.

Þar tók hann mið af því hvernig Ísland og sér í lagi Írland hefur tekist á við og unnið sig að hluta út úr efnahagshruninu.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra ávarpaði fundinn á léttum nótum þar sem hann fór m.a. fögrum orðum um þau fjölmörgu verkefni sem Íslandsstofa kemur að og nefndi sem dæmi velgengni Inspired by Iceland herferðarinnar.

Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu kynnti Ársskýrslu Íslandsstofu fyrir árið 2011. Skýrslan er yfirlit yfir þau verkefni sem unnin voru á árinu 2011 á vegum Íslandsstofu og gefur hún góða innsýn í þau fjölmörgu verkefni sem starfsmenn stofunnar unnu að á árinu.

Þá voru sýnd innslög með nokkrum framsæknum fyrirtækjum þar sem þau kynntu starfsemi sína og ræddu framtíðarsýn.

Af góðri mætingu og undirtektum viðstaddra má álykta að mikill áhugi sé á starfsemi Íslandsstofu og er því vel fagnað.

Hér að neðan má sjá myndir frá fundinum

Deila