Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. maí 2015

Ask Guðmundur herferðin vekur gríðarlega athygli erlendis

Ask Guðmundur herferðin vekur gríðarlega athygli erlendis
Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland – allt árið hófst í lok apríl með tilkomu leitarvélarinnar Ask Gudmundur sem kynnt er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin vekur gríðarlega athygli erlendis með eina og hálfa milljón áhorf.

Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland – allt árið hófst þann 28. apríl s.l. með tilkomu leitarvélarinnar Ask Gudmundur sem kynnt er undir merkjum Inspired by Iceland. Hún hefur þá sérstöðu umfram aðrar leitarvélar að vera mennsk og hefur það megin markmið að svara spurningum ævintýraþyrstra ferðalanga um heilsársáfangastaðinn Ísland. 

Sjö Guðmundar og Guðmundur voru fengin til þess að svara fyrir hvern landshluta á Íslandi og hóf Guðmundur á Norðurlandi svörun. Herferðin hefur heldur betur vakið athygli á erlendum mörkuðu en myndbönd Ask Gudmundur hafa nú þegar fengið eina og hálfa milljón spilanir á YouTube og Facebook, og fengið jákvæð viðbrögð frá erlendum miðlum sem og notendum á samfélagsmiðlum.

Erlendir stórmiðlar sýna framtakinu mikinn áhuga

Erlendis hafa margir stórmiðlar sýnt Ask Gudmundur áhuga en á aðeins fyrstu viku herferðarinnar var búið að birta yfir 330 umfjallanir og hefur herferðin borist til fjarmarkaða svo sem Indlands og Suður Kóreu fyrir þær sakir. Guðmundur á Vesturlandi var til að mynda í beinni útsendingu hjá BBC í þættinum Newshour sem er aðalþáttur BBC World Service en 188 milljón manns hlýða á þá útvarpsstöð í viku hverri (nánar að neðan).

Hægt er að fylgjast með Guðmundum um allt land og samskiptum þeirra við tilvonandi ferðamenn á samfélagsmiðlum markaðsverkefnisins og einnig með #AskGudmundur, #IcelandSecret og www.inspiredbyiceland.com

Kynningarmyndband um Ask Gudmundur

Facebook – www.facebook.com/inspiredbyiceland

Youtube - https://www.youtube.com/user/inspiredbyiceland

Twitter - @icelandinspired

Erlendis hafa margir stórmiðlar sýnt Ask Gudmundur áhuga og hefur herferðin borist til fjarmarkaða svo sem Indlands og Suður Kóreu fyrir þær sakir. Guðmundur á Vesturlandi var til að mynda í beinni útsendingu hjá BBC í þættinum Newshour sem er aðalþáttur BBC World Service en 188 milljón manns hlýða á þá útvarpsstöð í viku hverri. Þá hefur Agence France Presse (AFP) tekið upp fréttina og dreift henni út á eigin lífstílsmiðla með 1.600 þráðum (e. wires) á ensku, frönsku, portúgölsku og Kóresku. Travel & Leisure sem er virtur miðill í Bandaríkjunum skrifaði grein um herferðina og „tvítaði“ tvisvar, en sá miðill er með 1,37 milljón fylgjendur á Twitter. Átakið hefur jafnvel skapað athygli í Indlandi eins og áður segir en Hindustan Times, einn stærsti miðillinn þar, tvítaði og endurtvítaði til 1,92 milljóna fylgjenda sinna. Þýski fjölmiðilinn Spiegel.de (11.5 milljón notendur á mánuði) fjallaði ennfremur ítarlega um herferðina fyrir helgi og er því ljóst að átakið hefur náð til tugmilljóna nú þegar þótt staðfestar tölur liggi ekki enn fyrir.

Þá er ekki síður fróðlegt að sjá hversu vel miðlar hafa brugðist við hvatningu herferðarinnar með því að spyrja Guðmund spurninga. Kyle Smith sem er dálkahöfundur New York Post hefur sem dæmi verið að spyrja mikið af mjög sérstökum en skemmtilegum spurningum á Twitter og Travel Pulse hafði þetta að segja „In what can only be called a feat of sheer brilliance and delivered with wonderful humor, Inspired by Iceland has launched the very first human search engine“.

„Það er alltaf ótrúlega gaman að sjá þegar við getum snert fólk með þessum hætti og ég held að það sé alveg ljóst að viðbrögðin tali sínu máli. Við höfðum auðvitað nokkrar væntingar um góðan árangur enda hafa herferðirnar okkar gengið vel en manni þykir samt alltaf virkilega gaman að sjá svona frábær viðbrögð og svona mikla gleði í kringum átakið. Það skiptir okkur sem stöndum að þessu verkefni gríðarlega miklu máli að sýna hve mikill slagkraftur verkefnisins sem við leiðum undir formerkjum Inspired by Iceland er“ segir Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Hér má finna myndir af öllum Guðmundum og nánari upplýsingar

Hér að neðan má sjá dæmi um umfjallanir:

MSN.ca (CA)  
L’Actualite.com (FR) 
Canoe.com (CA) 
Travel Gumbo (US) 
Tel Tarif.de (DE) 
Spiegel.de (DE) 
CTV News (CA) 
L’Echo Touristique (FR) 
Quotidien Du Tourisme (FR)
Travel Pulse (US)
Le Regione (CH) 
Travel 4 News (DE)
E Turbo News 
RTBF.be 
Brand Channel (US)
Tourism Express (FR) 
Ad News.com (US)
PSFK - (Global) 
The Culture Mom (US)

Deila