Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. september 2019

Aukin viðskipti Íslands og Bandaríkjanna: Skráning

Aukin viðskipti Íslands og Bandaríkjanna: Skráning
Íslandsstofa mun halda utan um skipulag og aðkomu íslenskra fyrirtækja í tengslum við áhersluna um að efla viðskipti og fjárfestingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Við viljum vita ef fyrirtæki hafa áhuga á að nýta sér þjónustu okkar.

Eins og fram hefur komið stendur vilji íslenskra og bandarískra stjórnvalda til að efla viðskipti og fjárfestingar milli landanna, m.a. í kjölfar komu Mike Pompeo utanríkisráðherra til Íslands í febrúar sl. og komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins nú. Íslandsstofa, í samvinnu við viðskiptafulltrúa Íslands í Bandaríkjunum, hefur með höndum að halda utan um skipulag og aðkomu íslenskra fyrirtækja í tengslum við þessar áherslur. Unnið er náið með bandaríska sendiráðinu á Íslandi.

Íslandsstofa vill vita af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu okkar við að koma á tengslum við bandarísk fyrirtæki eða aðila í stjórnkerfinu  - með það að markmiði að auka viðskipti í Bandaríkjunum. Skráðum fyrirtækjum mun m.a. bjóðast viðtal með aðalræðismanni Íslands í New York og viðskiptafulltrúa Íslands í Bandaríkjunum í heimsókn hans síðar í mánuðinum.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig og sitt fyrirtæki á meðfylgjandi form.

SKRÁNING

 Nánari upplýsingar veitir karl@islandsstofa.is

 

Deila