Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. nóvember 2015

Aukinn áhugi á sölu Íslandsferða í Norður-Ameríku

Aukinn áhugi á sölu Íslandsferða í Norður-Ameríku
Íslandsstofa stóð fyrir fimm vinnustofum í Norður-Ameríku fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 10.-13. nóvember sl. Yfir 200 ferðasöluaðilar á svæðinu sóttu vinnustofurnar heim.

Íslandsstofa skipulagði fimm vinnustofur í Norður-Ameríku fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 10.-13. nóvember sl. Vinnustofurnar fóru fram í borgunum Minneapolis, Denver, Chicago og Toronto.
Samtals sóttu yfir 200 ferðasöluaðilar á svæðinu vinnustofurnar fimm. Mikil ánægja ríkti meðal þeirra með landkynninguna og það sem fulltrúar íslensku ferðaþjónustufyrirtækjanna höfðu fram að færa. Af viðbrögðum þeirra að dæma er ljóst að aukinn áhugi er á sölu Íslandsferða frá Norður-Ameríku.

Fyrirtækin sem tóku þátt fyrir Íslands hönd voru fjórtán talsins, auk fulltrúa markaðsstofa Vestfjarða, Reykjaness og Norðurlands: Air Iceland, Arctic-Adventure, Arctic Trucks Experience, Elding Adventure at Sea, Go North, Gray Line Iceland, Icelandair, Iceland Travel, Icelandair Hotels, Radisson Blu Hotel Saga, Reykjavik Excursions, Special Tours Iceland, Sigló Hotel og Iceland Tours.

Deila