Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. október 2016

Austurströnd Norður-Ameríku sótt heim

Austurströnd Norður-Ameríku sótt heim
Dagana 18. - 20. október sl. heimsóttu 17 íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu, auk Markaðsstofu Vesturlands, ferðamálaráðs Færeyja og ferðamálaráðs Grænlands, borgirnar Montreal í Kanada, Boston og Washington í Bandaríkjunum, þar sem þau funduðu með ferðaheildsölum á staðnum.

Dagana 18. - 20. október sl. heimsóttu 17 íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu, ásamt Markaðsstofu Vesturlands, Ferðamálaráði Færeyja og Ferðamálaráði Grænlands, borgirnar Montreal í Kanada, Boston og Washington í Bandaríkjunum, þar sem þau áttu fundi með ferðaheildsölum á staðnum.
Milli 30 og 40 aðilar sóttu hverja vinnustofu heim og funduðu með fyrirtækjunum, auk þess sem þau hlýddu á kynningar á því helsta sem Ísland, Færeyjar og Grænland hafa upp á að bjóða. 

Fyrirtækin sem tóku þátt að þessu sinni voru Arctic Adventures, Elding hvalaskoðun, Hey Iceland, Go North, Gray Line, Hótel Húsafell, Iceland Pro Cruises, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair hotels, Prime Tours, Reykjavík Excursions, Snæland Travel, Sterna Travel, Tuk Tuk Tours, WOW air og Atlantic Airways.

Vinnustofur af þessu tagi þykja hagkvæm leið til að ná beint til söluaðila og koma á nýjum viðskiptasamböndum.

 


Súsanna E. Sørensen frá Færeyjum, Sarah Woodall frá Grænlandi ásamt Margréti Helgu Jóhannsdóttur frá Íslandsstofu.
 

Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Washington ávarpar gesti þar í borg.

Deila