Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. febrúar 2017

Bandaríkin sótt heim

Bandaríkin sótt heim
Fulltrúar Íslandsstofu voru á ferð og flugi um Bandaríkin í síðustu viku ásamt fulltrúum 13 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Starfsmenn Íslandsstofu voru á ferð og flugi um Bandaríkin 14.-16. febrúar sl. ásamt fulltrúum 13 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Haldnar voru vinnustofur í borgunum Miami, Tampa og Dallas og komu samtals um 100 manns á þær. Áhugi gesta var mikill og sérstaklega með tilkomu nýrra flugleiða frá borgunum Miami og Tampa til Íslands. Greinilegt er að mikið verk er óunnið í markaðssetningu Íslands í þessum hluta Bandaríkjanna þar sem nóg er af sól og hita en minna af hressilegu íslensku veðri. 

Fyrirtækin sem tóku þátt voru Arctic Adventures, Elding hvalaskoðun, Grayline, Iceland Pro Cruises, Iceland Tours, Iceland Travel, Icelandair, Prime Tours, Reykjavík Excursions, Snæland Travel, Special Tours, Sterna Travel og WOW air. 

 

Deila