Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. mars 2017

Blaðamannafundur og vinnustofa í Moskvu

Blaðamannafundur og vinnustofa í Moskvu
Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Moskvu héldu vinnustofu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í Moskvu fimmtudaginn 23. mars sl.

Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Moskvu héldu vinnustofu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í Moskvu fimmtudaginn 23. mars sl.

Dagurinn hófst á blaðamannafundi þar sem fulltrúar 15 fjölmiðla sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu komu og fengu kynningu, bæði varðandi stöðu mála milli Íslands og Rússlands frá Berglindi Ásgeirsdóttur sendiherra og málefnum tengdum ferðaþjónustu frá Þorleifi Þór Jónssyni hjá Íslandsstofu. Mikið var spurt um þróun ferðamála á Íslandi og höfðu blaðamennirnir sérstakan áhuga á að vita hverju þessi mikla fjölgun ferðamanna sætir.

Eftir hádegið komu um 60 ferðasöluaðilar til fundar við fulltrúa íslenskra fyrirtækja til að ræða sölumöguleika og fleira. Vinnustofan var fjölsótt, en yfir 100 gestir komu í sendiráðið þennan dag til fundar við íslensku fyrirtækin. Það er greinilegt að áhugi á Íslandsferðum er að vakna aftur hjá Rússum. 

Það voru íslensku fyrirtækin Grayline, Icelandair, Iceland Travel, Bjarmaland, Norðurflug og Highlanders sem voru með fulltrúa á vinnustofunni.

Deila