Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. janúar 2015

Bretar tilnefna Ísland sem einn af aðal áfangastöðunum 2015

Bretar tilnefna Ísland sem einn af aðal áfangastöðunum 2015
Áfangastaðurinn Ísland var mjög áberandi í breskum miðlum í desember en sá mánuður er að jafnaði fyrirferðarmikill í umfjöllun þar sem þá er farið yfir árið og jafnframt horft til mest spennandi áfangastaðanna 2015.

Áfangastaðurinn Ísland var mjög áberandi í breskum miðlum í desember en sá mánuður er að jafnaði fyrirferðarmikill í umfjöllun þar sem þá er farið yfir árið og jafnframt horft til mest spennandi áfangastaðanna 2015. Samkeppnin um umfjöllun á þessum tíma er mjög mikil en ljóst er að verkefni Íslandsstofu skiluðu miklum árangri þegar fjölmiðlavöktun breska markaðarins er skoðuð.

Íslandsstofa átti aðkomu að umfjöllun sem náði til rúmlega 15 milljón lesenda í öllum þekktustu miðlum Bretlands í desember – samtals 24,68% af allri ferðatengdri umfjöllun mánaðarins. Einnig má geta þess að kvikmyndaumfjöllun tengd Íslandi náði til 1,5 milljón lesenda með aðaláherslu á Interstellar. Samtals var upplag ferðatengdrar umfjöllunar í Bretlandi 62 milljónir [upplag = circulation] og stuðlaði Íslandsstofa því að 24,68% allrar ferðatengdrar umfjöllunar um Ísland á tímabilinu í Bretlandi. Fyrir utan aðkomu Íslandsstofu er einnig áhugavert að sjá hve mikla umfjöllun heimsókn Beyonce og Jay Z vakti en hún náði til rúmlega 11,5 milljóna lesenda.

Umfjöllun í desember mikilvæg vegna bókana í janúar
Að sögn Verity Ramsay, eins ráðgjafa Íslandsstofu, er desember sá mánuður sem breskir fjölmiðlar spá til um straum og stefnur næsta árs líkt og annarsstaðar. Í Bretlandi er þetta tímabil hinsvegar sérstaklega mikilvægt þar sem janúar er sá mánuður þar sem flestir bóka sitt næsta frí. „Það er afar mikilvægt að fá mikla umfjöllun í desember þar sem samkeppnin er mjög stíf í aðdraganda helsta bókanatímabilsins í Bretlandi. Í desember var Ísland valið á fjölda topp lista í breskum fjölmiðlum sem spennandi áfangastaður 2015“ segir Verity.

Eftirfarandi miðlar eru á meðal þeirra sem tilnefndu Ísland, af fjölbreyttum ástæðum, sem áhugaverðan áfangastað fyrir árið 2015: Daily Mirror – 2015 hot list, The Independent – Top ten travel destinations for 2015, The Independent – Iceland amongst most googled holiday destinations in 2014, Superbreak – Destinations on the rise in 2015, Metro – 15 reasons why you must go to Iceland in 2015, Amazon.co.uk – Iceland reaches top three of guide book sales in December 2014, hinting at a big year ahead in 2015, The Guardian – Five of the best, The Evening Standard - Top destinations for 2015.

www.worldtravelguide.net/holidays/editorial-feature/where-go-holiday-march-2015 

Ísland hefur einnig verið nefnt í sama samhengi í Þýskalandi:

web.de/magazine/reise/blog/jana-zieseniss/fernweh-ruft-schoensten-reiseziele-2015-30342868
www.sueddeutsche.de/reise/reisetipps-fuer-zur-richtigen-zeit-am-richtigen-ort-1.2236582-2

Og í Frakklandi
10 idées de voyages faciles pour un long week-end www.lonelyplanet.fr/magazine

09/01/2015: « They walk alone", ELLE magazine. Iceland is in the top 3 for best destination to walk in solo. 

9/01/2015: "The 10 most reliable airline companies", Yahoo pour elles. Icelandair is in the top 10. 06/01/2015: "Trendy places for 2015", Belle. Iceland is in the top 7.
01/01/2015: "Nonstandard destinations", Management. Iceland is in the top 13.
21/12/2014: "150 magnifient places on the planet", Voyages de rêve. Iceland is listed twice.
1/12/2014: "MICE, snow version", Tendance Nomad. Iceland is in the top 8.
01/12/2014: "Easy trips in the heart of winter",  Lonely Planet. Iceland is in the top 9. 

 

Deila