Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. mars 2012

Cruise Iceland á sýningu skemmtiferðaskipa á Flórída

Aðilar frá Cruise Iceland, samtökum hafna og fyrirtækja sem vinna að móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi, voru með bás á Cruise Shipping sýningunni á Miami, Flórída á dögunum.

Hera Brá Gunnarsdóttir, starfsmaður Íslandsstofu og Cruise Iceland, var á staðnum og sagði mikinn áhuga vera á ferðum til Íslands, sem er í samræmi við þær spár að farþegum skemmtiferðaskipa til Íslands muni fjölga um 42% í ár.

Fulltrúar tólf íslenskra fyrirtækja og hafna tóku þátt í ár. Það voru fyrirtækin Atlantik, Iceland Travel, Marorka, Samskip og TVG Zimsen, og hafnir frá Eskifirði, Grundarfirði, Hafnarfirði, Hornafirði, Ísafirði, Seyðisfirði og Reykjavík. Tímaritið Cruise Insight valdi Reykjavík í hóp bestu áfangastaða skemmtiferðaskipa fyrir árið 2011 og einnig með bestu leiðsögumennina.

Deila