Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. september 2015

Ertu í matvælageiranum? Taktu frá 28. september eftir hádegi

Ertu í matvælageiranum? Taktu frá 28. september eftir hádegi
Íslandsstofa boðar til fundar með framleiðendum og útflytjendum matvæla og öðrum þeim sem áhuga hafa á málefninu, mánudaginn 28. Septemer kl. 14 á Grand hótel Reykjavík. Meðal efnis er kynning á kortlagningarvinnu sem Íslandsstofa lét gera.

Íslandsstofa boðar til fundar með framleiðendum og útflytjendum matvæla og öðrum þeim sem áhuga hafa á málefninu, mánudaginn 28. Septemer kl. 14 á Grand hótel Reykjavík. Meðal efnis er kynning á kortlagningarvinnu sem Íslandsstofa lét gera.

Tilgangur kortlagningarinnar var að gefa yfirsýn og innsýn í framleiðslugreinar matvæla, kanna stöðu útflutnings, helstu útflutningsmarkaði, kortleggja helstu hindranir og áskoranir í útflutningi, kanna þörf á handleiðslu og áhuga fyrirtækja í greininni á að taka þátt í samstarfi í markaðsverkefnum erlendis. Markmiðið er að varpa ljósi á tækifæri og framtíðarsýn fyrirtækja og hagsmunaaðila í matvælageiranum. Kortlagningin var unnin í samráði við hagsmunaaðila og -félög í matvælageiranum og byggir hún á spurningakönnun sem Gallup framkvæmdi, viðtölum og greiningu á ýmsum fyrirliggjandi upplýsingum, tölfræði og skýrslum sem tengjast viðfangsefninu. Væntingar eru um að þessi vinna nýtist í stefnumörkun og mótun á aðgerðum sem ætlunin er að vinna undir merkjum Matvælalandsins Íslands en Íslandsstofa hefur umsjón með framkvæmd þess verkefnis.

Sjá nánar um fundinn og skráningu þátttöku.

Deila