Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. janúar 2020

Ferðasýningin Fitur á Spáni í fullum gangi

Ferðasýningin Fitur á Spáni í fullum gangi
Undanfarna daga hafa 11 fyrirtæki í ferðaþjónustu tekið þátt á bás Íslandsstofu á Fitur ferðasýningunni í Madrid.

Íslandsbásinn er á sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlandanna og hefur mikill straumur verið á básinn þar sem gestum gefst að vanda kostur á að gæða sér á hágæða íslenskum saltfiski sem fellur í afar góðan jarðveg.

Áfangastaðurinn Ísland hefur nú fest sig í sessi á Spánarmarkaði og er einkar rómaður, þykir sérstaða landsins mikil og er eftirspurnin eftir upplýsingum um land og þjóð gríðarleg.

Á bás Íslandsstofu á Fitur 2020 taka eftirfarandi fyrirtæki þátt: Arctic Yeti, CampEasy, Gray Line Iceland, Iceland Travel, Icelandair, Icelandic Mountain Guides, Island Tours, Nonni Travel, Reykjavík Excursions, Snaeland Travel og Terra Nova.

Spánn er mikilvægur markaður og sá sjöundi í röðinni yfir fjölda ferðamanna sem ferðast til Íslands, en árið 2019 sóttu tæplega 60 þúsund spænskir ferðamenn landið heim. 


Deila