Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. júní 2019

Film in Iceland sækir kvikmyndahátíð í Kína

Film in Iceland sækir kvikmyndahátíð í Kína
Kvikmyndahátíðin Shanghai International Film Festival (SIFF) var haldin hátíðleg dagana 16.- 18. júní sl. Fulltrúi frá Film in Iceland tók þátt, í samstarfi við sendiráð Íslands í Peking.

Tekin var ákvörðun um að prófa að taka þátt í þessari hátíð í samstarfi við European Film Commissioners Network (EUFCN). Kínverski markaðurinn er á fleygiferð og mjög spennandi, gengu fundir í Peking t.d. mjög vel. Þar eru öll framleiðslufyrirtækin með sínar höfuðstöðvar. Verið er að skoða sameiginlega nálgun með hinum Norðurlanda-þjóðunum í gegnum Nordic Film Commissions 2020 og þá yrði lögð áhersla á Peking og mögulega farið aftur á SIFF að ári.


Deila