Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. febrúar 2020

Fimmtán íslensk fyrirtæki á vinnustofu fimm landa í London

Fimmtán íslensk fyrirtæki á vinnustofu fimm landa í London
Íslandsstofa tók þátt í sameiginlegri vinnustofa fimm landa þann 4. febrúar sl. í London.

Vinnustofan er haldin árlega og er skipulögð í samstarfi við Visit Finland, Visit Estonia, Visit Faroe Island og Visit Greenland. 

Með í för voru íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu sem kynntu vöruframboð sitt og þjónustu. Alls komu 54 manns vinnustofuna, sumir með áralanga reynslu af sölu á ferðum til Íslands en aðrir nýir á markaði. Heppnir gestir unnu gjafapakka með vörum frá áfangastöðunum fimm, en dregið var úr nafnspjöldum gesta í lok viðburðarins. 

Fimmtán íslensk fyrirtæki tóku þátt í vinnustofunni ásamt einni markaðsstofu. Þátttakendur komu frá Base Artica, Elding Adventure at Sea, Eskimos, GJ Travel, Hotel Klaustur, Hótel Húsafell, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair hotels, Perlan, Prime Tours, Radisson Blu Hotel Saga, Reykjavik Excursions, Snaeland Travel, Special Tours Wildlife Adventures, Terra Nova og Visit North Iceland.


Deila