Finnsk fyrirtæki í heilbrigðisiðnaði heimsóttu Ísland

Í síðustu viku tóku fulltrúar frá Íslandsstofu á móti sendinefnd frá Finnlandi. Þar voru í fararbroddi fulltrúar frá Team Finland sem leiddu hóp finnskra fyrirtækja í heilbrigðisiðnaði.
Á fundinum hélt Sveinn Magnússon frá velferðarráðuneytinu kynningu á íslenska heilbrigðiskerfinu. Bjarni Þór Björnsson frá Stika sagði frá fyrirtækinu og ræddi um mikilvægi þess þegar kemur að þróun heilbrigðislausna, að fyrirtæki eigi í nánu samstarfi við rannsóknarumhverfið. Finnsku aðilarnir kynntu tæknilausnir sínar og funduðu í framhaldinu með íslensku fyrirtækjunum um mögulegt samstarf.
Mikil ánægja ríkti með fundinn sem gæti verið upphafið að frekara samstarfi milli landanna á vettvangi heilbrigðislausna og er þegar farið að huga að því að viðskiptasendinefnd haldi út til Finnlands á næsta ári.
Hér að neðan má sjá kynningar finnsku fyrirtækjanna:
FastRoi
Goodmill Systems
Kaiku Health
Neagen Enterprise