Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. desember 2015

Fjallað um samskipti og menningarlæsi í viðskiptum

Fjallað um samskipti og menningarlæsi í viðskiptum
Hvernig tryggjum við faglega framkomu í alþjóðaviðskiptum var yfirskrift vinnustofu sem Íslandsstofa stóð fyrir nýverið. Fjallað var um mikilvægi þess að viðhafa skýr og vönduð samskipti við erlenda viðskiptavini og skyggnst inn í samskiptahætti ólíkra menninga.

Hvernig tryggjum við faglega framkomu í alþjóðaviðskiptum var yfirskrift vinnustofu sem Íslandsstofa stóð fyrir nýverið. Fjallað var um mikilvægi þess að viðhafa skýr og vönduð samskipti við erlenda viðskiptavini og skyggnst inn í samskiptahætti ólíkra menninga. Þátttakendur komu víða að, frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, byggingariðnaði, líftækni, frá stofnunum og háskólaumhverfinu. Almenn ánægja var með vinnustofuna sem var í umsjón Erlendínu Kristjánsson sem hefur kennt viðskipta- og lagaensku við Háskólinn í Reykjavik. Einnig hefur hún kennt framkomu, málfærni og menningarlæsi.  

Íslandsstofa stendur á ári hverju fyrir fjölda vinnustofa og fræðslufunda þar sem veittar eru bæði almennar og sértækar upplýsingar um markaði víðsvegar um heim. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur B. Stefánsdóttir, hrafnhildur@islandsstofa.is

Nánar um vinnustofur og fræðslufundi Íslandsstofu.

Deila