Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. júlí 2014

Fjölmenni á Grænlandsfundi

Fjölmenni á Grænlandsfundi
Það var þétt setinn bekkurinn á kynningarfundi um Grænland sem haldinn var þriðjudaginn 1. júlí.

Það var þétt setinn bekkurinn á kynningarfundi um Grænland sem haldinn var þriðjudaginn 1. júlí.

Þar flutti Pétur Ásgeirsson ræðismaður Íslands í Nuuk yfirgripsmikla kynningu á stöðu mála á Grænlandi. Var ljóst á fundarmönnum að mikill áhugi er á viðskiptatengslum við þennan nágranna okkar í vestri.

Á fundinum var einnig kynntur Íslandsdagur sem haldinn verður í Nuuk þann 24. október nk. Skipulagðir verða viðskiptafundir (B2B) milli íslenskra og grænlenskra fyrirtækja ásamt því að vöru- og þjónustukynning verður í menningarhúsinu Katuaq sem aðallega er ætluð almenningi. Er það Íslandsstofa í samvinnu við aðalræðisskrifstofuna, Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið og Flugfélag Íslands sem skipuleggur viðburðinn.

Hér er hægt að nálgast glærur Péturs og hér er skráningareyðublað á Íslandsdaginn.

 

Deila