Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. október 2014

Fjölmennt á Vestnorden Travel Mart

Fjölmennt á Vestnorden Travel Mart
Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku. Fjölmargir þátttakendur, rúmlega 600 manns, sóttu ferðakaupstefnuna.

Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku. Fjölmargir þátttakendur, rúmlega 600 manns, sóttu ferðakaupstefnuna. Á kaupstefnunni voru samankomin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum sem sóttu kaupstefnuna.

Íslandsstofa var framkvæmdaaðili ferðakaupstefnunnar í samstarfi við ferðamálasamstarf Norður-Atlantshafsins, en meginhlutverk þess er að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir svæðið Grænland, Ísland og Færeyjar og styrkja ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan þess. Ferðakaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi og hin árin til skiptis í Færeyjum eða á Grænlandi. Að ferðakaupstefnunni stendur North Atlantic Tourism Association (NATA), ferðamálasamstarf Norður-Atlantshafsins og samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðaþjónustu

Frummmælandi kaupstefnunnar var Peter Greenberg, margfaldur Emmy verðlaunahafi frá CBS fréttastofunni. Hann var útnefndur af Travel Weekly árið 2012 sem einn af áhrifamestu mönnum ferðaþjónustunnar ásamt þeim Bill Marriot og Richard Branson. Greenberg tók upp útvarpsþátt á meðan á dvöl hann stóð hér á landi og verður hann sendur út í Bandaríkjunum 22. nóvember nk.  

Greenberg sagði m.a. annars í fyrirlestri sínum að það væri margt líkt með löndunum þremur og að þau hefðu öll eitthvað einstakt upp á að bjóða. Hann sagði einnig að það mikilvægasta í markaðssetningu á hverjum þessara þriggja áfangastaða væri upplifunin sjálf.  

Deila