Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. nóvember 2013

Fjölmennur fundur í Anchorage

Fjölmennur fundur í Anchorage
Sendinefnd frá Íslandi var í aðalhlutverki á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Anchorage, Alaska í gær. Ljóst er að með tilkomu beins flugs frá Íslandi til Anchorage hefur vaknað áhugi á auknum samskiptum milli landanna bæði á sviði viðskipta sem og í ferðaþjónustu.

Sendinefnd frá Íslandi var í aðalhlutverki á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Anchorage, Alaska í gær.
Frummælandi á fundinum var Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu en auk hans fluttu ávörp þeir Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Marko Partners. Gerður var góður rómur að erindunum og komu margar spurningar úr sal frá þeim ríflega 120 gestum sem sátu fundinn. Ljóst er að með tilkomu beins flugs frá Íslandi til Anchorage hefur vaknað áhugi á auknum samskiptum milli landanna bæði á sviði viðskipta sem og í ferðaþjónustu.
Þátttaka á fundinum var liður í dagskrá sendinefndar sem heimsækir nú Anchorage en auk ofangreindra eru fulltrúar MainSoft og BBA lögmanna með í för. Sendinefndin er skipulögð í samvinnu viðskiptafulltrúa Íslands í New York og Íslandsstofu. 

Deila