Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. nóvember 2016

Fjölmennur fundur um samstarf áfangastaða við flugfélög og flugvelli

Fjölmennur fundur um samstarf áfangastaða við flugfélög og flugvelli
Íslandsstofa og Isavia stóðu á þriðjudag fyrir opnum fundi um samstarf áfangastaða við flugfélög og flugvelli. Fundurinn var vel sóttur en markmið hans var að eiga samtal um það hvernig þessu samstarfi er best hagað.

Íslandsstofa og Isavia stóðu á þriðjudag fyrir opnum fundi um samstarf áfangastaða við flugfélög og flugvelli. Fundurinn var vel sóttur en markmið hans var að eiga samtal um það hvernig þessu samstarfi er best hagað, með langtímahagsmuni Íslands að leiðarljósi.

Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, ræddi í sínu erindi um mikilvægi þess að tala í takt og að mótuð sé heildarstefna Íslands sem áfangastaðar. Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, talaði um þá markaðssókn sem Isavia hefur verið í undanfarin ár til að laða flugfélög til landsins og þau tækifæri sem felast í aukinni samvinnu á þessum vettvangi.

Af tilefni fundarins voru fengnir til landsins tveir erlendir fyrirlesarar til að deila reynslu sinni af samstarfi af þessu tagi. Denise Hill, yfirmaður markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Visit Scotland hefur unnið að því að byggja upp virkt net flugleiða til og frá Skotlandi þar sem horft til þess að flugleiðir þjóni heildarhagsmunum landsins. Í máli Denise kom m.a. fram að yfirvöld í Skotlandi átta sig á mikilvægi þess að styðja þurfi markvisst við að efla flugtengingar til landsins með efnahagslegan ávinning að leiðarljósi. Camilla B. Lund hefur stýrt Global Connected sem er verkefni á vegum Wonderful Copenhagen og snýr að þróun flugtenginga í samstarfi við flugvallaryfirvöld og flugfélög sem fljúga til Danmerkur. Annars vegar með áherslu á Kaupmannahöfn og hins vegar á vesturhluta Danmerkur. Samkvæmt Camillu er markmið verkefnisins fyrir Connected í senn að auka sætanýtingu á flugleiðum til Kaupmannahafnar og að fjölga gistinóttum í borginni.

Útsendingu frá fundinum má sjá á eftirfarandi vefslóð: www.youtube.com/watch?v=O5b6G2422Dk

Deila