Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. júní 2013

Fjölmiðlaferðir

Fjölmiðlaferðir
Nú í vetur hefur Íslandsstofa tekið á móti fjölmörgum blaðamönnum og aðstoðað á einhvern hátt, yfir 600 blaðamenn á ársgrundvelli. Unnið er markvisst að því að skapa umfjöllun með fréttatilkynningum og hafa fréttir um Ísland m.a. verið birtar á CNN, Wall Street Journal, Katie Couric, Lonely Planet og BBC.

Nú í vetur hefur Íslandsstofa tekið á móti fjölmörgum blaðamönnum og aðstoðað á einhvern hátt, yfir 600 blaðamenn á ársgrundvelli. Unnið er markvisst að því að skapa umfjöllun með fréttatilkynningum og hafa fréttir um Ísland m.a. verið birtar á CNN, Wall Street Journal, Katie Couric, Lonely Planet og BBC. 

Nokkrar stórar fjölmiðlaferðir eru í farvatninu og má þar á meðal nefna blaðamannaferð með stórum miðlum frá Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku í byrjun júní, Oblivion tengd blaðamannaferð með breskum miðlum í júlí, sameiginlega fjölmiðlaferð með Grænlandi og Færeyjum í ágúst, fjölmiðlaferð sem ætluð er stórum miðlum frá Skandinavíu í október og fjölmiðlaferð frá Frakklandi í nóvember.

Á síðustu misserum hafa fjölmargir stórir miðlar komið til landsins, s.s. Sunday Telegraph, Cosmopolitan, Guardian, Sunday Times Travel Magazine, Daily Mirror, ELLE, FRANCE 5, Tagesspiegel, Die Welt, Die Zeit, Spiegel Online, TIME Magazine, National Geographic, Marie Claire, GEO Special, auk fjölda annarra.

 

Deila