Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. maí 2013

Fjölsóttur fundur um tækifæri í Alaska

Fjölsóttur fundur um tækifæri í Alaska
Um 60 manns sátu fund á vegum Íslandstofu og Amerísk-íslenska verslunarráðsins um viðskiptatækifæri í Alaska sem fram fór í morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að viðskiptanefnd frá Alaska er stödd hér á landi.

Um 60 manns sátu fund á vegum Íslandstofu og Amerísk-íslenska verslunarráðsins um viðskiptatækifæri í Alaska sem fram fór í morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að viðskiptanefnd frá Alaska er stödd hér á landi og heppnaðist hann vel.

Fyrir Íslands hönd stigu fram Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Steinn Logi Björnsson, stjórnarmaður AMÍS þar sem þeir kynntu stuttlega fyrir sendinefndinni ýmis tækifæri á Íslandi og starfsemi Amerísk-íslenska verslunarráðsins.

Susan K. Bell, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Alaska fylki ræddi styrkleika fylkisins og möguleika á samstarfi milli Íslands og Alaska innan ýmissa greina s.s. í sjávarútvegi og orkuiðnaði. Þá flutti Julie Saupe, forseti Visit Anchorage ítarlega kynningu á ferðaþjónustu innan fylkisins og í höfuðborginni Anchorage. Að því loknu var boðið upp á spurningar úr sal og spunnust ágætis umræður út frá þeim.

Í maí hefur Icelandair áætlunarflug á milli Anchorage, höfuðborgar Alaska, og Keflavíkur og var sendinefndin stödd á landinu af þessu tilefni. Í nefndinni var m.a. borgarstjóri Anchorage og formaður verslunarráðs borgarinnar ásamt fleiri góðum gestum. 

Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir, brynja@islandsstofa.is og Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is

 

 

Deila