Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. október 2014

Fundaröð í Florida og New York

Fundaröð í Florida og New York
Íslandsstofa sá um fundaröð (Road Show) í Bandaríkjunum dagana 6.-10. október sl. Að þessu sinni voru íbúar Florída og fólk frá stórborgunum New York og New Jersey hvatt til að koma og upplifa snjó, norðurljós og víðáttur Íslands.

Íslandsstofa sá um fundaröð (Road Show) í Bandaríkjunum dagana 6.-10. október sl. Að þessu sinni voru íbúar Florída og fólk frá stórborgunum New York og New Jersey hvatt til að koma og upplifa snjó, norðurljós og víðáttur Íslands. Sex fundir fóru fram í borgunum Orlando, Miami, Boca Raton, New York og New Jersey. Þátttaka var góð og komu um 60 gestir á fjölmennasta fundinn.

Aukið flugframboð frá Norður Ameríku gerir svæðið að einu mikilvægasta markaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu.

Það voru fulltrúar fyrirtækjanna Reykjavík Excursions, Stracta Hótel, GoNorth, Iceland travel, Iceland Pro Cruises, Grayline - Iceland Excursions, Hótel Keflavík, Icelandair, Snæland, Keahotel, og Specialtours sem tóku þátt í fundunum, auk fulltrúa frá markaðsstofa landshlutanna. Fundarskipulag var í höndum Arctic-Adventure Inc. og Íslandsstofu.

Deila