Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. september 2011

Fundur um hugverkaréttindi

Íslandsstofa í samvinnu við Tego stóð fyrir fjölmennum morgunverðarfundi þriðjudaginn 20 september um mikilvægi þess að fyrirtæki vinni skipulega að hugverkaréttindum samhliða uppbyggingu vörumerkis og annarri stefnumörkun, og þá þýðingu sem sú vinna hefur fyrir virði og vöxt fyrirtækisins.

Á fundinum töluðu Guðmundur Reynaldsson frá Reynaldsson Patent Consulting um gildi einkaleyfa og Lovísa Jónsdóttir frá Tego IP Consulting um hugverka- og auðkennarétt.  Einar Mäntylä yfirmaður hugverkasviðs ORF líftækni fjallaði um verndun einkaleyfa og vörumerkja í uppbyggingu á vörumerkinu SIF Cosmetics, Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónsins talaði um þátt hugverkaréttinda í uppbyggingu hágæða vörumerkis. Að lokum fjallaði Hekla Arnardóttir fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði um þýðingu hugverkaréttinda og verndun þeirra fyrir val fjárfesta á fjárfestingakostum.

Mikið af upplýsingum kom fram á fundinum og var gerður góður rómur að máli ræðumanna.

Deila