Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. maí 2016

Fundur um þýska matvælamarkaðinn

Fundur um þýska matvælamarkaðinn
Miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 14-16 verður haldinn fundur um þýska matvælamarkaðinn á Bryggjunni brugghúsi, Grandagarði 8, Reykjavík. Gefið verður yfirlit yfir útflutning matvæla til Þýskalands, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og markaðshorfur.

Miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 14-16 verður haldinn fundur um þýska matvælamarkaðinn á Bryggjunni brugghúsi, Grandagarði 8, Reykjavík. Gefið verður yfirlit yfir útflutning matvæla til Þýskalands, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og markaðshorfur. 

Dr. Matthias Keller framkvæmdastjóri helstu samtaka í fiskiðnaði og upplýsingamiðstöðvar sjávarafurða flytur aðal erindi fundarins. Hann mun fjalla um neysluvenjur á sjávarafurðum í Þýskalandi, kröfur markaðarins þegar kemur að innkaupavenjum á fiski, aðgengi upplýsinga, gæðum og ábyrgum fiskveiðum. 

Björgvin Þór Björgvinsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu fjallar um útflutning frá Íslandi, hvaða afurðir eru fluttar út og þróun síðustu ára. 

Ruth Bobrich viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Berlín fjallar almennt um þýska markaðinn og ný tækifæri út frá neysluvenjum Þjóðverja. Meðal annars mun hún ræða um lífræna markaðinn og segir frá matvælasýningunni ANUGA sem haldin er annað hvort ár í Köln í Þýskalandi og Biofach í Nürnberg. Jafnframt mun hún kynna þjónustu viðskiptafulltrúans og sendiráðsins við fyrirtæki sem hafa áhuga á þýska markaðinum.

Þá munu fulltrúar fyrirtækja sem flytja út sjávarafurðir og önnur matvæli, segja frá reynslu sinni af þýska markaðinum, m.a. Óskar Sigmundsson sem á og rekur fyrirtækið Marós í Cuxhaven í Þýskalandi og Snorri Jónsson hjá Reykjavík Distillery.  

Nánari upplýsingar um fundinn veita Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is og Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is, í síma 511 4000. 

Aðgangur á fundinn er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. 
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundar.

Deila