Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. september 2019

Góð heimsókn viðskiptafulltrúanna

Góð heimsókn viðskiptafulltrúanna
Viðskiptafulltrúarnir við sendiráð Íslands erlendis voru í sinni árlegu heimsókn á dögunum.

Auk fundarlotu hjá Íslandsstofu hitti hópurinn einnig fjölda fyrirtækja á örfundum sem fram fóru á Hótel Sögu, kynnti sér starfsemi fyrirtækjanna Alvotech og Klappa auk þess að sitja kjörræðismannaráðstefnu utanríkisráðuneytisins o.fl.

Viðskiptafulltrúarnir mynda öflugt net úti á helstu mörkuðum Íslands. Þeir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndum sendiráðanna þar sem þeir starfa m.a. við útflutningsráð og fleiri aðila sem nýtast íslensku atvinnulífi. Skipa þeir mikilvægan þátt í stuðningi og sókn við íslensk fyrirtæki úti í heimi. Nánari upplýsingar um hópinn er að finna hér.

Með fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni.

Deila