Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. október 2018

Góð heimsókn viðskiptafulltrúanna við sendiráð Íslands

Góð heimsókn viðskiptafulltrúanna við sendiráð Íslands
Viðskiptafulltrúarnir við sendiráð Íslands hafa undanfarna daga verið á landinu. Alls áttu þeir samanlagt hátt í 100 fundi á “speed dating” með fyrirtækjum á Grand Hótel á miðvikudag auk þess að bjóða upp á opnar kynningar.

Ársfundur viðskiptafulltrúanna við sendiráð Íslands fór fram á Íslandi dagana 16.-8. október sl. Alls voru 12 viðskiptafulltrúar og auk tveggja aðalræðismanna mættir til landsins, frá alls 13 löndum

Auk þess að funda með starfsfólki Íslandsstofu og í utanríkisráðuneytinu var venju samkvæmt haldinn fundardagur fyrirtækja með fulltrúunum, á Grand Hótel Reykjavík þann 17. október. Þar áttu þeir samanlagt hátt í 100 fundi á “speed dating” með fyrirtækjum á Grand Hótel auk þess að bjóða upp á opnar kynningar.

Þá voru einnig m.a. Hús atvinnulífsins og Sjávarklasinn sótt heim þar sem forsvarsmenn hittu hópinn.

Íslandsstofa og viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins bjóða íslenskum fyrirtækjum víðtæka þjónustu en viðskiptafulltrúarnir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndum sínum, m.a. við útflutningsráðin og fleiri aðila sem nýtast íslensku atvinnulífi. Frekari upplýsingar um þjónustu þeirra má nálgast hér.

Deila