Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. október 2012

Góð viðskiptatengsl náðust í Kanada

Góð viðskiptatengsl náðust í Kanada
Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt í Centrallia fyrirtækjastefnumótinu sem haldið var í Winniepeg í Kanada í síðustu viku. Tengslamyndun heppnaðist afar vel og náðu íslensku þátttakendurnir góðum viðskiptasamböndum á staðnum.

Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt í Centrallia fyrirtækja-stefnumótinu sem haldið var í Winniepeg í Kanada í síðustu viku. Tengslamyndun heppnaðist afar vel og náðu íslensku þátttakendurnir góðum viðskiptasamböndum.

Fyrirtækin voru að vonum ánægð en þegar upp var staðið höfðu tvö fyrirtækjanna; skartgripafyrirtækin Uppsteyt og Alrún, náð að koma vörum sínum í sölu hjá leiðandi verslunum í Winnipeg. Þá komust hugbúnaðarfyrirtækin DataDwell og MaintSoft í samband við fjölmarga aðila sem lýstu yfir áhuga á frekara samstarfi. Grein um árangur Uppsteyt birtist í Winnipeg Free Press sem er víðlesnasta  dagblað fylkisins. 

Íslandsstofa var í forsvari fyrir þátttöku fyrirtækjanna og setti m.a. upp landkynningarbás þar sem Ísland var kynnt. Fulltrúi Íslandsstofu var á staðnum og sat fjölmarga fundi með fyrirtækjum sem óskuðu eftir að komast í samband við íslensk fyrirtæki af ýmsu tagi.

Alls tóku um 700 þátttakendur frá á fjórða tug landa þátt í fundarlotunni. Auk fundanna var boðið upp á ýmis fræðsluerindi þar sem hinn þekkti dálkaöfundur Malcolm Gladwell hélt m.a. erindi um möguleika fyrirtækja til að ná forskoti í framtíðinni.


 

Deila