Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. apríl 2012

Gulleggið 2012 afhent

Eins og undanfarin ár hefur Íslandsstofa veitt verðlaun í Gullegginu og eru verðlaunin sæti í komandi ÚH verkefni.

Verðlaunin voru veitt síðastliðinn laugardag þar sem tíu aðilar kynntu verkefni sín. Niðurstaðan var að veita fyrstu verðlaun til hóps verkfræðinema fyrir verkefnið RemindMe, í öðru sæti var verkefnið Viral Trade og í þriðja sæti Tónlistarskóli Maximúsar.

Tónlistarskóli Maximúsar hlaut verðlaun Íslandsstofu, en hér er um að ræða vefsíðu sem býður áskrift að gagnvirkri tónlistarfræðslu með tölvuleikjum, þrautum og öðru tengdu efni.
Hér að neðan má sjá mynd af verðlaunahafanum, Margréti Sigurðardóttur.

Gulleggið hefur verið haldið árlega síðan 2008. Meginmarkmiðið er að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Leitast er eftir því að finna nýja frumkvöðla í samfélaginu til að segja frá viðskiptahugmyndum sínum. Í kjölfarið fá þátttakendur aðstoð við að breyta hugmyndum í viðskiptaáætlanir, þar sem farið er yfir alla helstu þætti sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar nýtt fyrirtæki eða vara verður til.

Deila