Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. maí 2012

Heilsuferðaþjónusta í Ungverjalandi

Íslandsstofa skipulagði nýlega fræðslu- og skoðunarferð til Ungverjalands. Ferðin var unnin í samvinnu við Ungverska ferðamálaráðið og nutu þátttakendur þess í hvívetna. Skoðaðar voru fjölmargar heilsulindir bæði á hótelum sem og almenningslaugar.

Heilsuferðaþjónusta stendur á mörg hundruð ára gömlum merg í Ungverjalandi og eru mörg baðanna frá dögum Ottóman veldisins sem var við lýði á fimmtándu öld. Var því afar fróðlegt og gagnlegt að kynnast hvernig nútíma ferðaþjónusta, bæði til heilsubótar og lækninga er fléttuð inn í þessa gömlu hefð.

Farið var víða í Ungverjalandi, til borganna Búdapest, Hévis við Balaton vatnið og Sárvar en þar er jarðhiti nýttur í miklum mæli sem hefur breytt allri ásýnd bæjarins.

Fyrirtækin sem tóku þátt voru; Þaraböðin Reykhólum, Ferðaþjónustan Reykjanesi, Heilsuhótel Íslands, Miðaldaböðin Borgarfirði, Fontana Laugarvatni, Grand Hótel Reykjavík, Reykjavíkurborg, Markaðsstofa Vestfjarða, auk fulltrúa frá Hafnarfirði.

Deila