Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. september 2021

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins - umsóknarfrestur

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins - umsóknarfrestur
Fjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200.000 evrum á þremur árum.

Íslandsstofa vekur athygli á því að umsóknarfrestur í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins er til 15. október næstkomandi. Sjóðurinn styrkir verkefni íslenskra fyrirtækja til að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í þróunarlöndum.

Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Grundvallaratriði er að verkefnin styðji við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, einkum heimsmarkmið átta um atvinnuþróun og atvinnusköpun.

Fjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200.000 evrum á þremur árum. Styrkfjárhæð getur numið allt að helmingi af heildarkostnaði verkefnis.

Nánari upplýsingar:

Á vef Heimstorgs Íslandsstofu

Á vef utanríkisráðuneytisins

Deila