Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. júní 2013

Inspired by Iceland hlýtur hin virtu verðlaun Cannes Lion 2013

Inspired by Iceland hlýtur hin virtu verðlaun Cannes Lion 2013
Inspired by Iceland var verðlaunað í tvígang þegar hin virtu Cannes Lion auglýsingaverðlaun voru veitt í 60. skipti í Frakklandi á sunnudag. Herferðin fékk tvenn bronsverðlaun fyrir notkun almannatengsla í vetrarátaki Inspired by Iceland þar sem ferðamenn voru beðnir um að stinga upp á lýsandi nafni fyrir Ísland í samræmi við upplifun sína af landinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inspired by Iceland var verðlaunað í tvígang þegar hin virtu Cannes Lion auglýsingaverðlaun voru veitt í 60. skipti í Frakklandi á sunnudag. Herferðin fékk tvenn bronsverðlaun fyrir notkun almannatengsla í vetrarátaki Inspired by Iceland þar sem ferðamenn voru beðnir um að stinga upp á lýsandi nafni fyrir Ísland í samræmi við upplifun sína af landinu.

Inspired by Iceland hlaut verðlaun í  flokkunum ferðaþjónusta og afþreying annars vegar, og alþjóðleg almannatengslaherferð hins vegar. Cannes Lions verðlaunin eru ein þau stærstu sem veitt eru í auglýsingaheiminum og hafa verið frá því til þeirra var stofnað árið 1954. Alls voru 34.300 tillögur sendar inn til dómnefndar.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Inspired by Iceland, en það voru Íslenska auglýsingastofan og Brooklyn Brothers í Bretlandi sem unnu vetrarherferðina.

Um Ísland allt árið

Í byrjun árs 2011 var efnt til samstarfsverkefnisins „Ísland – Allt árið“ til að auka fjölda ferðamanna utan háannar í ferðaþjónustu og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Verkefnið byggir á samstarfi opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna, en unnið er með vörumerkið Inspired by Iceland. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins, sem er undir stjórn iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ráðstefnuborgin Reykjavík, ISAVIA, Samtaka verslunar og þjónustu og Landsbankans.  Um 100 fyrirtæki  eru þátttakendur  í verkefninu​. ​

Nánari upplýsingar veitir Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu í síma: 824 4375

Deila