Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. maí 2015

Ísland á jarðhitaráðstefnu í Melbourne

Ísland á jarðhitaráðstefnu í Melbourne
Jarðhitaráðstefnan World Geothermal Congress fór fram í Melbourne Ástralíu dagana 19. – 24. apríl sl. Ellefu íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma tóku þátt á sameiginlegum þjóðarbás sem Íslandsstofa skipulagði.

Jarðhitaráðstefnan World Geothermal Congress fór fram í Melbourne, Ástralíu dagana 19. – 24. apríl sl. Samhliða ráðstefnunni var haldin sýning þar sem ellefu íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma tóku þátt á sameiginlegum þjóðarbás sem Íslandsstofa skipulagði. Þar kynntu fyrirtækin þá þjónustu og vörur sem þau hafa upp á að bjóða í greininni.
Fyrirtækin sem tóku þátt fyrir Íslands hönd voru Efla, Encora, Gekon, Íslenski orkuháskólinn, Ísor, Jarðboranir, Landsvirkjun, Mannvit, Orkustofnun, Verkís, ThinkGeoEnergy og Íslenski jarðvarmaklasinn.

Ráðstefnan er sú stærsta á sviði jarðvarma í heiminum og er hún haldin á fimm ára fresti. Um 1600 manns voru skráðir á ráðstefnuna og flutt voru um 1300 erindi frá 85 löndum. Þar af voru Íslendingar með yfir 80 erindi en þeir eru ávallt virkir þátttakendur á fyrirlestrum, enda er Ísland sjötta stærsta framleiðsluland jarðhita í heiminum. Þingið er m.a. sótt af jarðhitasérfræðingum, vísindamönnum, tæknifræðingum og öðrum forystumönnum á sviði orkumála víða úr heiminum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra var meðal þátttakenda á ráðstefnunni og tók við lokaathöfnina formlega við keflinu um að halda ráðstefnuna á Íslandi árið 2020.  

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni

Deila