Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. mars 2014

Ísland heitt í Kanada

Ísland heitt í Kanada
Í tilefni fjölgunar áfangastaða Icelandair í Vesturheimi efndi Íslandsstofa til vinnufunda í borgunum Vancouver, Calgary og Edmonton, í samvinnu við Icelandair.

Í tilefni fjölgunar áfangastaða Icelandair í Vesturheimi efndi Íslandsstofa til vinnufunda í borgunum Vancouver, Calgary og Edmonton, í samvinnu við Icelandair. Fundirnir fóru fram í síðustu viku og voru vel sóttir, en alls komu um 90 manns til að hlýða á Íslandskynningar og til fundar við fulltrúa íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt. 


Mikill áhugi var á vinnufundunum á meðal kanadískra ferðasöluaðila sem vildu kynna sér þá þjónustu sem í boði er á Íslandi. Þau fyrirtæki sem tóku þátt frá Íslandi voru Flugfélag Íslands, Bláa lónið, GT Travel, GoNorth, Iceland Travel, Iceland Excursions, Gray Line Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Hótel Keflavik, Radisson BLU Saga Hotel, Reykjavík Excursions og Snæland Travel, auk fulltrúa markaðsstofa landshlutanna.

Icelandair hóf beint flug til Edmonton 5. mars sl. og frá og með 13. maí nk. verður einnig boðið upp á beint flug til Vancouver. Þess má geta að kanadískum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Árið 2003 voru gestir frá Kanada einungis um 2.500 talsins en árið 2013 hafði þeim fjölgað í tæplega 24.000, eða tífalt á 10 árum. Janúarmánuður gefur fyrirheit um frekari fjölgun en aukning í komum Kanadamanna nam 152% miðað við janúar í fyrra. 

Deila