Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. nóvember 2019

Ísland í fyrsta sinn á CIIE í Kína - 10 íslensk fyrirtæki með í för

Ísland í fyrsta sinn á CIIE í Kína -   10 íslensk fyrirtæki með í för
China International Import Expo (CIIE) fór fram í Shanghaí 5. - 10. nóvember sl. Alls tóku 10 íslensk fyrirtæki þar þátt.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er með bása á þessari stóru sýningu. Um er að ræða kaupstefnu, sem haldin er með stuðningi kínverskra stjórnvalda og öll hin glæsilegasta. Sótti forseti Kína, Xi Jingping, sem dæmi sýninguna strax á fyrsta degi hennar en þetta er í annað sinn sem hún er haldin. Alls sækja um 910.000 gestir viðburðinn og  eru sýnendur um 3.800, þ.á.m. mörg af stærstu og þekktustu vörumerkjum heims.

Íslenski hópurinn samanstóð af fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Skiptist hann í tvær sýningarhallir, annars vegar undir merkjum Quality Life og hins vegar merkjum Food and Agriculture. Eftirtalin fyrirtæki voru undir merkjum Quality Life: Ankra Feel Iceland, Bing BangBioeffectIceland Europe TravelReykjavik DistilleryTulipopUndir merkjum Food and Agriculture voru: BrimEimverkGullborg, Life Iceland, Reykjavik Distillery.

Mikill áhugi var á framboði íslensku fyrirtækjanna og iðulega fjöldi gesta á og við bása Íslands á báðum svæðum. Íslensku þátttakendurnir áttu einnig fjölmarga fundi meðan á viðburðinum stóð – bæði með mögulegum kaupendum og samstarfsaðilum. Sendiherra Íslands í Peking, Gunnar Snorri Gunnarsson, heimsótti einnig íslensku básana auk þess sem hann tók þátt í viðburðum í tengslum við sýninguna.

Vel þótti takast til og ánægja með þátttökuna. Um var að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu og sendiráðs Íslands í Kína. Er í skoðun að endurtaka leikinn að ári.

Karl Guðmundsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu:

„Það er frábært að fylgjast með áhuga Kínverja á íslenskum vörum. Mörg fyrirtækjanna með okkur hafa þegar náð eftirtektarverðum árangri á þessum spennandi markaði, önnur eru að taka sín fyrstu skref og er þessi sýning eitt af þeim. Á næstu mánuðum eigum við von á að við munum sjá ávexti þeirra viðskiptasambanda sem mynduðust á CIIE.“

 

Deila