Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. ágúst 2013

Ísland kynnt í Suðaustur-Asíu

Ísland kynnt í Suðaustur-Asíu
Í dag lauk röð funda þar sem fram fór kynning á ferðaþjónustu á Íslandi í Suðaustur-Asíu. Fundirnir fóru fram í Hong Kong og Guangzhou í Kína og Taipei í Tævan.
Hér er Arnar Steinn Þorsteinsson fulltrúi Iceland Travel að kynna fróðleiksþyrstum Taivönum Ísland

Í dag lauk röð funda þar sem fram fór kynning á ferðaþjónustu á Íslandi í Suðaustur-Asíu. Fulltrúar frá Foss- og Reykjavíkurhótelum, Icelandair, Iceland Excursions og Iceland Travel kynntu þar þjónustu sína fyrir ferðaskrifstofum á svæðinu. Fundirnir fóru fram í Hong Kong og Guangzhou í Kína og Taipei í Tævan. Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Kína, og Hulda Þórey Garðarsdóttir, heiðursræðismaður í Hong Kong, héldu erindi á fyrstu fundunum ásamt fulltrúum fyrirtækjanna frá Íslandi á staðnum.
Kynningarverkefnið var skipulagt af Íslandsstofu með aðstoð frá sendiráðinu í Pekíng.

Í fyrra komu um 14.000 ferðamenn frá Kína til Íslands samkvæmt tölum Ferðamálastofu um brottfarir um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Var það 60% aukning miðað við árið áður. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur aukningin verið um 30%. Þetta eru áhugaverðar tölur í ljósi þess að ekkert beint flug er á milli Íslands og Kína. Hvað varðar heildaraukningu í fyrra, þá voru Kínverjar á meðal sex efstu þjóða og jafnframt eina landið þaðan sem ekki var beint flug. 

Deila