Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. janúar 2018

Ísland þátttakandi á ferðasýningunni Matka í Helsinki

Ísland þátttakandi á ferðasýningunni Matka í Helsinki
Dagana 17. og 18. janúar sl. tók Íslandsstofa þátt í ferðasýningunni Matka í Helsinki, ásamt sjö íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu

Dagana 17. og 18. janúar sl. tók Íslandsstofa þátt í ferðasýningunni Matka í Helsinki, ásamt sjö íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Áhuginn á Íslandi er töluverður í Finnlandi og var mikið um að vera báða dagana hjá fulltrúum Íslandsstofu. Fyrri daginn tók hópurinn þátt í vinnustofu á vegum Matka. Þar komu að 52 lönd og 632 þátttakendur og bauðst þar gott tækifæri til að efla núverandi viðskiptasambönd sem og koma á nýjum tengslum.

Seinni daginn var Íslandsstofa með bás í svokölluðu Business Forum Matka og tók á móti gestum og gangandi, en viðburðinn sækja ferðaskrifstofur, flugfélög og hvatafyrirtæki frá Finnlandi, og víðsvegar úr heiminum.

Íslensku ferðaþjónustufyrirtækin sem tóku þátt í ár voru: Arctic Adventures, Gray Line Iceland, Iceland Travel, Icelandair Hotels, Reykjavík Excursions, Special Tours og Terranova Iceland.

Deila