Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. október 2016

Ísland til fyrirmyndar

Ísland til fyrirmyndar
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður sviðs ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, var meðal fyrirlesara á hinni virtu Skift Global Forum ráðstefnu sem haldin var í New York í lok september.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður sviðs ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, var meðal fyrirlesara á hinni virtu Skift Global Forum ráðstefnu sem haldin var í New York í lok september. Þar var hún í viðtali við forstjóra Skift um stöðu og þróun íslenskrar ferðaþjónustu síðustu ár. Þykir árangur ferðaþjónustunnar á Íslandi markverður og horfa önnur lönd til Íslands sem fyrirmyndar.

Á ráðstefnunni tóku einnig til máls við Expedia, Trip Advisor, Marriott, Booking.com, svo einhverjir séu nefndir. Ráðstefnan er einn mikilvægasti umræðuvettvangur ferðaþjónustu í heiminum en aðilar frá yfir 40 löndum sóttu hana og voru þátttakendur yfir 1000 manns en einnig var sýnt frá ráðstefnunni á netinu.

Deila