Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. október 2019

Ísland vinsæll áfangastaður meðal franskra ferðamanna

Ísland vinsæll áfangastaður meðal franskra ferðamanna
Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja undir merkjum Inspired by Iceland á ferðasýningunni Top Resa 2019 dagana 1.- 4. október sl.

Eftirfarandi fyrirtæki stóðu vaktina fyrir Íslands hönd á sýningunni: Gistiver, Gray Line Iceland, Icelandair, Iceland Travel, Snæland Travel og Terra Nova.

Góð aðsókn var að Íslandsbásnum og ljóst að Ísland er sem fyrr vinsæll áfangastaður meðal franskra ferðamanna. Top Resa sýningin er eingöngu ætluð fagfólki og lögðu fjölmargir franskir ferðaheildsalar og fulltrúar fjölmiðla leið sína á Íslandsbásinn þá þrjá daga sem sýningin stóð yfir. Alls sóttu um 34.000 gestir sýninguna heim og samhliða henni var boðið upp á fjölmargar ráðstefnur og fræðsluerindi sem tengjast ferðaþjónustu. Fulltrúi almannatengsla­stofu Íslandsstofu á Frakklandsmarkaði, TQC Groupexpression, stóð vaktina á básnum og tók á móti fjölmiðlafólki en yfir 1.000 aðilar frá fjölmiðlum komu á Top Resa. Þá var boðið til sameinlegs norræns kokteils á básum Íslands, Noregs og Finnlands sem var vel sóttur. Sveif þar yfir vötnum andi sjálfbærrar ferðaþjónustu enda Norðurlöndin í fararbroddi þegar að sjálfbærni atvinnugreinarinnar kemur. Á Íslandsbásnum var boðið upp á íslenskt sælkerasmakk sem féll í góðan jarðveg hjá gestum.


 

 

Deila