Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. janúar 2012

Íslandsstofa á Reiseliv ferðasýningunni í Osló

Íslandsstofa var með bás á Reiseliv sýningunni sem fór fram í Osló dagana 13.-15. janúar.

Sex íslensk fyrirtæki tóku þátt á Íslandsbásnum; Ísak, Kynnisferðir, Iceland Travel, Heilsuhótelið Reykjanesbæ, Samtök um Söguferðaþjónustu og Sæferðir.
Reiseliv er ný sýning með áherslu á neytendur en alls heimsóttu um 40.000 manns sýninguna. Samhliða henni var boðið upp á lífsstílssýninguna „Oslo Lifestyle" og gátu gestir sótt báðar sýningar.

Mikill áhugi var meðal gesta á Íslandsbásnum og á þeim vörum sem fyrirtækin kynntu. Meðal annars var boðið upp á söl og íslenska tómata og vakti það sérstaklega mikla athygli. Jafnframt var gestum boðið að taka þátt í getraun og eiga þannig kost á að vinna ferð til Íslands.

Óhætt er að segja að áhugi Norðmanna á Íslandsferðum sé gríðarlega mikill og því um mikil sóknarfæri að ræða fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Deila