Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. febrúar 2015

Íslandsstofa og Landsbankinn í samstarf

Íslandsstofa og Landsbankinn í samstarf
Á dögunum undirrituðu Íslandsstofa og Landsbankinn styrktarsamning vegna útflutningsverkefnisins ÚH. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðargráðum sem vilja vinna að þróun viðskiptahugmyndar og í framhaldinu ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði.
Við undirritun,  Siggeir Vilhjálmsson, Landsbankinn og Andri Marteinsson, Íslandsstofa.

Á dögunum undirrituðu Íslandsstofa og Landsbankinn styrktarsamning vegna útflutningsverkefnisins ÚH. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðargráðum sem vilja vinna að þróun viðskiptahugmyndar og í framhaldinu ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Markmið samningsins er að styrkja og efla verkefnið og þátttakendur þess. 

Í útflutningsverkefninu fá þátttakendur aðstoð við raunhæfa áætlanagerð og undirbúning þess að hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd. Verkefnið hefur verið starfrækt síðastliðin 25 ár og hafa mörg af stærstu fyrirtækjum landsins verið þátttakendur. 

Í ár taka eftirfarandi fyrirtæki þátt í verkefninu:
Ísam/Ora ehf
Marinox ehf
Sæferðir ehf
Lítill heimur ehf.
RST Net ehf
TAS - Ísgátt ehf
Pipe Ferret ehf
Kvikna ehf
South Iceland Adventures ehf

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Íslandsstofu eða hafa samband við Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Andra Marteinsson, andri@islandsstofa.is.  

Deila