Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. apríl 2016

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Mið-Evrópu

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Mið-Evrópu
Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 11.-14. apríl sl. í borgunum München, Frankfurt, Genf og Brussel.

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 11.-14. apríl sl. í borgunum München, Frankfurt, Genf og Brussel.

Vinnustofurnar voru vel sóttar og kom fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja að kynna sér þjónustu íslensku þátttakendanna og afla sér upplýsinga um Ísland sem ferðaáfangastað. Athygli vakti hversu margir gestir sóttu vinnustofuna í Brussel og létu margir þeirra í ljós sérstakt þakklæti til íslensku þátttakendanna fyrir að koma til Brussel svo skömmu eftir voðaverkin í mars og leggja þannig sitt af mörkum við að koma daglegu lífi þar í borg í fastar skorður.

Af Íslands hálfu tóku fimmtán fyrirtæki þátt: Ferðaþjónusta bænda, Flugfélag Íslands, Elding, Gray Line Iceland, Hlemmur Square, Icelandair, Iceland Travel, Icelandair Hotels, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Katla Travel, Kynnisferðir, Skólabrú, Special Tours, Terra Nova Iceland, Whale Watching Akureyri og WOW Air.

Íslandsstofa skipuleggur árlega fimm til sex vinnustofur ferðaþjónustuaðila til Evrópu, Norður Ameríku og Asíu.

Deila