Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. janúar 2015

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sækja Varsjá og Tallin heim

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sækja Varsjá og Tallin heim
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í borgunum Varsjá í Póllandi og Tallinn í Eistlandi í síðustu viku. Átta íslensk fyrirtæki tóku þátt.

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í borgunum Varsjá í Póllandi og Tallinn í Eistlandi í síðustu viku. Var tækifærið notað þegar hópur starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja var á leið til Helsinki til að taka þátt í MATKA ferðakaupstefnunni. Það voru fulltrúar frá fyrirtækjunum Eldingu, Iceland Travel, Íshestum, Íslandshóteli, Reykjavík Excursions, Wowair, og Icelandair sem sóttu fundina. 

Um 40 manns komu á fundinn í Varsjá sem haldinn var á Polonia Palace hótelinu. Voru honum gerð ágæt skil í fréttaskrifum pólsku blaðakonunnar Anna Kłossowska eins og sjá má í Rzeczpospolita daily og my blog.
Þá kom einnig umfjöllun í Turystyka Travel Trade Magazine.

Í Tallinn var einnig góður hugur í ferðaskrifstofum. 

Á báðum fundunum voru dregnir út veglegir ferðavinningar og er mynd hér að neðan af Marge Timmermann sem vann ferðina í Tallinn. Þá má sjá Galinu Andersen hjá Iceland Travel á mynd hér að ofan þar sem hún skýrir út ferðamöguleika fyrir fróðleiksfúsum fundargestum.  

Deila