Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. október 2012

Íslensk fyrirtæki kynntu sér uppbyggingu Coast to Coast hjólaleiðarinnar í Bretlandi

Íslensk fyrirtæki kynntu sér uppbyggingu Coast to Coast hjólaleiðarinnar í Bretlandi
Í byrjun október stóð Íslandsstofa fyrir hjólaferð á Coast to Coast/Sea to Sea (C2C) hjólaleiðinni sem er ein vinsælasta hjólaleið Bretlands. Sex íslensk fyrirtæki tóku þátt.

Í byrjun október stóð Íslandsstofa fyrir hjólaferð á Coast to Coast/Sea to Sea (C2C) hjólaleiðinni sem er ein vinsælasta hjólaleið Bretlands.

Sex íslensk fyrirtæki tóku þátt sem hafa hug á að bjóða upp á hjólreiðaferðir sem afþreyingu og/eða vilja bjóða upp á sértæka þjónustu við hjólreiðafólk. Með því að hjóla leiðina fengu þau að upplifa af eigin raun hvernig slík þjónusta er uppbyggð. Í ferðina fóru eftirfarandi fyrirtæki: Fagrahlíð í Fljótshlíð, Þjónustumiðstöð SKG, Bike Company ehf, Hike and Bike ehf, Hótel Natur og Hótel Framtíð.

Hjólaleiðin C2C er þekkt um allan heim og hefur unnið til fjölda verðlauna. Opinberar tölur segja að um 12 til 15 þúsund manns hjóli þessa 230 km leið en þó er talið að fjöldinn sé mun meiri eða yfir 100 þúsund manns. Áætlað er að C2C skili fyrirtækjum á því svæði sem hjólað er um árlegum tekjum upp á 2,5 milljarða íslenskra króna. 

Nánari upplýsingar gefa Björn H Reynisson og Hermann Ottósson hjá Íslandsstofu, bjorn@islandsstofa.is og hermann@islandsstofa.is  Sími 511 4000.

 

Deila